Borgin í mál við olíufélögin 3. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Sjá meira
Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Sjá meira