Veruleg áhrif innan fimmtíu ára 3. febrúar 2005 00:01 Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn. Erlent Fréttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn.
Erlent Fréttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira