Veruleg áhrif innan fimmtíu ára 3. febrúar 2005 00:01 Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn. Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira