Veruleg áhrif innan fimmtíu ára 3. febrúar 2005 00:01 Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn. Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Loftlagsbreytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vísindamaður við Potsdamstofnunina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Exeter. Þar dró hann saman niðurstöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hungursneyðir ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. "Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku," sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Háskólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að loftslagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum Hugsanleg áhrif og tímasetningar Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynast rétt Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum Matarframleiðsla minnkar í sumum þróunarlöndum Vatnsskortur versnar í sumum þróunarlöndum Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum Kóralrif kunna að deyja Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður-Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra tegunda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fynbos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur versnar. Stór landssvæði henta ekki lengur til matvælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heimsvísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn.
Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira