Innlent

Forstöðumaður UNICEF flytur erindi

Dr. Cream Wright, forstöðumaður menntamála hjá UNICEF, mun gera grein fyrir menntaherferð stofnunarinnar í 25 þróunarlöndum sem eiga við sérstaklega mikla erfiðleika í þessum efnum að stríða í erindi sem hann flytur í Háskólanum á Akureyri á morgun. Auk þess sem unnið er að því að tryggja menntun allra barna á skólaskyldualdri í þessum völdu löndum hefur verið gert sérstakt átak til að fyrirbyggja að stúlkur beri þar skarðan hlut frá borði. Í tilkynningu segir að það sé stefna UNICEF að gefa fleiri stúlkum kost á skólavist og tryggja að þær hætti ekki námi fyrr en þær eru í stakk búnar til að takast á við vandamál daglegs lífs. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×