Innlent

10 mánaða fangelsi fyrir rán

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða tvöhundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa í mars 2002 ógnað starfsstúlku í söluturni við Holtsgötu með hnífi og haldið henni fastri meðan félagi hans lét greipar sópa um peningakassa söluturnsins. Auk miskabótanna til starfsstúlkunnar var hann dæmdur til að greiða Tryggingamiðstöðinni 57 þúsund krónur. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn gaf sig sjálfur fram við starfsstúlkuna og bað hana afsökunar þegar hann var í meðferð vegna fíkniefnaneyslu sinnar, þá var hann einungis átján ára þegar brotið var framið. Hann hefur ávallt neitað að gefa upp nafn samverkamanns síns við árásina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×