Innlent

Lækka niður í 4,15%

Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag úr 4,3% niður í 4,15%. Þar með eru vextirnir komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði. Hann segir að ávöxtunarkrafa hafi lækkað á föstudaginn og það hafi þýtt að hægt yrði að lækka vexti niður í 4,15%. Hallur segir ennfremur engin uppgreiðslugjöld við lýði hjá Íbúðalánasjóði. Hann segir fólk geta lengt eða stytt lán sín að vild. Hann segir að lánsupphæðin verði hækkuð upp í að minnsta kosti 13 milljónir um áramótin, en ekki standi þó til að hækka lánshlutfallið upp í 100%, eins og bankarnir bjóði, enda sé lánasjóðurinn ekki í beinni samkeppni við bankana. Ennfremur skipti engu máli hvar á landinu fólk búi, eitt sé látið yfir alla ganga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×