Stjórnarmenn bera ríka ábyrgð 22. nóvember 2004 00:01 Fordæmi eru fyrir því að stjórnarmenn sæti ábyrgð vegna lögbrota sem framin eru í starfsemi hlutafélaga sem þeir stýra. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum komist að slíkri niðurstöðu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnarmennirnir hafi sjálfir framkvæmt brotin. Hins vegar hefur réttinum þótt sem þeim hafi mátt vera kunnugt um þau, sérstaklega þegar brotin stóðu lengi yfir. Margir þeirra sem sátu í stjórnum olíufélaganna á tímum verðsamráðs hafa sagst grunlausir um að ekki væri allt með felldu í rekstri félaganna. Samkeppnisráð telur að samráð olíufélaganna hafi staðið samfellt frá árinu 1993 til 2001. Samkvæmt 68. grein hlutafélagalaga er gerð krafa um að stjórnarmenn séu með á nótunum í rekstrinum. Þá ber þeim að afla sér vitneskju um rekstur þess og að annast um að starfsemin sé í réttu og góðu horfi. Dæmi um að Hæstiréttur leggi þessi ákvæði til grundvallar er dómur frá árinu 1999 þar sem stjórnarmenn í útgerðarfélagi voru dæmdir til skaðabótaábyrgðar vegna brota á lögum, þrátt fyrir að þeir hafi borið við vankunnáttu. Í dóminum kemur fram að það dugi ekki stjórnarmönnum að bera fyrir sig ókunnugleika í rekstri félagsins eða á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þess. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1963 í máli Íslenska steinolíuhlutafélagsins er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnarmanna. Þeir voru dæmdir refsiábyrgir þrátt fyrir að forstjóri félagsins hafi einn verið fundinn sekur um tollalagabrot. Um þátt stjórnarmanna sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hafi átt þátt í lögbrotum. Þeir hafi hins vegar verið í fyrirsvari fyrir félagið og því verði að gera kröfu til þeirra að þeir hafi eftirlit með rekstri félagsins í meginefnum. Ólöglegur innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tíma, ekki síst þar sem skorti eftirlit af hendi stjórnarmanna og því bæru þeir ábyrgð. Refsimál hefur aldrei verið höfðað vegna brota á samkeppnislögum og ríkissaksóknari á eftir að taka ákvörðun um hvort einstaklingar verða ákærðir vegna verðsamráðs olíufélaganna. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á þeim stendur yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Fordæmi eru fyrir því að stjórnarmenn sæti ábyrgð vegna lögbrota sem framin eru í starfsemi hlutafélaga sem þeir stýra. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum komist að slíkri niðurstöðu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að stjórnarmennirnir hafi sjálfir framkvæmt brotin. Hins vegar hefur réttinum þótt sem þeim hafi mátt vera kunnugt um þau, sérstaklega þegar brotin stóðu lengi yfir. Margir þeirra sem sátu í stjórnum olíufélaganna á tímum verðsamráðs hafa sagst grunlausir um að ekki væri allt með felldu í rekstri félaganna. Samkeppnisráð telur að samráð olíufélaganna hafi staðið samfellt frá árinu 1993 til 2001. Samkvæmt 68. grein hlutafélagalaga er gerð krafa um að stjórnarmenn séu með á nótunum í rekstrinum. Þá ber þeim að afla sér vitneskju um rekstur þess og að annast um að starfsemin sé í réttu og góðu horfi. Dæmi um að Hæstiréttur leggi þessi ákvæði til grundvallar er dómur frá árinu 1999 þar sem stjórnarmenn í útgerðarfélagi voru dæmdir til skaðabótaábyrgðar vegna brota á lögum, þrátt fyrir að þeir hafi borið við vankunnáttu. Í dóminum kemur fram að það dugi ekki stjórnarmönnum að bera fyrir sig ókunnugleika í rekstri félagsins eða á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þess. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1963 í máli Íslenska steinolíuhlutafélagsins er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnarmanna. Þeir voru dæmdir refsiábyrgir þrátt fyrir að forstjóri félagsins hafi einn verið fundinn sekur um tollalagabrot. Um þátt stjórnarmanna sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hafi átt þátt í lögbrotum. Þeir hafi hins vegar verið í fyrirsvari fyrir félagið og því verði að gera kröfu til þeirra að þeir hafi eftirlit með rekstri félagsins í meginefnum. Ólöglegur innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tíma, ekki síst þar sem skorti eftirlit af hendi stjórnarmanna og því bæru þeir ábyrgð. Refsimál hefur aldrei verið höfðað vegna brota á samkeppnislögum og ríkissaksóknari á eftir að taka ákvörðun um hvort einstaklingar verða ákærðir vegna verðsamráðs olíufélaganna. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á þeim stendur yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira