Innlent

Guðrún Vera hlýtur styrk

Guðrún Vera Hjartardóttir hlaut 250 þúsund króna styrk fyrir framlag sitt til myndlistar úr minningarsjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna og var afhentur við opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. Listamaðurinn Erró stofnaði sjóðinn í minningu Guðmundu frænku sinnar sem arfleiddi hann að húsi sínu að Freyjugötu 34. Andvirði íbúðarinnar er uppistaða sjóðsins og er árlega veitt úr honum, nú í sjöunda sinn. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Á meðfygjandi mynd gefur að líta verk Guðrúnar Veru, Áhorfanda, frá árinu 1996.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×