Konur geta haft börn í fangelsi 13. júní 2004 00:01 Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur. Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira