Innlent

KB banki styrkir námsmenn

Fimmtán námsmenn sem stunda nám á háskólastigi hafa fengið 200 þúsund kr. hver úr Námsmannalínu KB banka en styrkirnir eru veittir árlega. Er þetta fjórtánda árið sem bankinn veitir styrki úr Námsmannalínunni. Í ár barst bankanum 451 umsókn sem er mikil aukning frá því í fyrra en þá sóttu 335 námsmenn um námsstyrk. Að þessu sinni ganga fimm útskriftarstyrkir til stúdenta við Háskóla Íslands, þrír útskriftarstyrkir til nemenda í íslenskum sérskólum og sjö námsstyrkir til íslenskra námsmanna erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×