Innlent

Eldur á Flókagötu

Slökkvilið var kvatt að húsi við Flókagötu í Reykjavík í gærkvöldi en þar logaði eldur í rúmdýnu í lítilli íbúð. Eldurinn barst ekki út fyrir dýnuna og tókst fljótlega að kæfa hann. Mikill svartur reykur myndaðist hins vegar í íbúðinni, enda var þetta svampdýna sem brann, en íbúana sakaði ekki. Talið er að barn hafi kveikt í dýnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×