Innlent

Krafðist sex milljóna í bætur

Kjötvinnsla var sýknuð af rúmlega sex milljóna króna skaðabótakröfu, í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna slyss sem fyrrverandi starfskona varð fyrir á vinnustaðnum. Konan steig á mottu í kjötvinnslunni sem rann undan fæti hennar þannig að hún skall af nokkru afli í gólfið á hægri öxl. Bæklunarlæknir segir konuna bera varanlegan skaða sökum fallsins. Dómurinn taldi að konunni hefði átt að vera kunnugt um aðstæður þar sem hún hafði unnið hjá fyrirtækinu um nokkurt skeið. Þá segir að ekki sé hægt að rekja slysið til slæmra aðstæðna á vinnustaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×