Borgin úr fjarskiptarekstri 31. ágúst 2004 00:01 Með sölu Orkuveitu Reykjavíkur á Línu.neti til OgVodafone lýkur beinum afskiptum borgarinnar að rekstri fjarskiptafyrirtækja. Fjárfesting borgarinnar hefur numið nálægt fjórum milljörðum króna. Tap á fjarskiptafyrirtækjum borgarinnar hefur numið tæpum tveimur milljörðum á síðustu fimm árum. Pétur Pétusson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, vill ekki tjá sig um efni viljayfirlýsingu fyrirtækisins og Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á fjarskiptafyrirtækinu Línu.net. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Og Vodafone fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljón króna meðgjöf við kaup á um sjötíu prósenta hlut Orkuveitunnar í Línu.net. Hugsanlegt er að sú upphæð verði enn hærri. Orkuveitan mun eignast hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfi Línu.nets í staðinn. Orkuveitan eignast einnig hlut í Og Vodafone. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá hlutur sex til sjö prósent. Sá hlutur er um átta hundruð milljóna virði miðað við markaðsverðmæti Og Vodafone. "Það er um viljayfirlýsingu að ræða og ekki tímabært að við tjáum okkur nánar um hana," segir Pétur. Stjórn Og Vodafone mun taka afstöðu til viljayfirlýsingar á næsta stjórnarfundi og í kjölfarið má gera ráð fyrir að endanlegir samningar verði gerðir. Rekstur Línu.nets hefur aldrei skilað hagnaði. Í fyrra nam tapið 155 milljónum króna en alls hefur félagið tapað tæplega milljarði króna á núvirði á síðustu fimm árum. Með sölu á starfsemi Línu.net er líklegt að þátttöku Reykjavíkurborgar í rekstri fjarskiptafyrirtækja sé lokið. Orkuveitan mun áfram reka ljósleiðarakerfi og selja aðgang að því en starfsemi Línu.nets verður í raun lögð niður. Miklar deilur hafa staðið um fjarskiptarekstur Reykjavíkurborgar allt frá því að hugmyndir um slíkt voru fyrst reyfaðar í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa goldið varhug við þeirri hugmynd að borgin tæki þátt í slíkri atvinnustarfsemi en fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurlistanum hafa bent á að aðkoma fyrirtækja Reykjavikurborgar að markaðinum hafi skilað sér í aukinni samkeppni og þar með lægri kostnaði til neytenda. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Með sölu Orkuveitu Reykjavíkur á Línu.neti til OgVodafone lýkur beinum afskiptum borgarinnar að rekstri fjarskiptafyrirtækja. Fjárfesting borgarinnar hefur numið nálægt fjórum milljörðum króna. Tap á fjarskiptafyrirtækjum borgarinnar hefur numið tæpum tveimur milljörðum á síðustu fimm árum. Pétur Pétusson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, vill ekki tjá sig um efni viljayfirlýsingu fyrirtækisins og Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á fjarskiptafyrirtækinu Línu.net. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Og Vodafone fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljón króna meðgjöf við kaup á um sjötíu prósenta hlut Orkuveitunnar í Línu.net. Hugsanlegt er að sú upphæð verði enn hærri. Orkuveitan mun eignast hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfi Línu.nets í staðinn. Orkuveitan eignast einnig hlut í Og Vodafone. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá hlutur sex til sjö prósent. Sá hlutur er um átta hundruð milljóna virði miðað við markaðsverðmæti Og Vodafone. "Það er um viljayfirlýsingu að ræða og ekki tímabært að við tjáum okkur nánar um hana," segir Pétur. Stjórn Og Vodafone mun taka afstöðu til viljayfirlýsingar á næsta stjórnarfundi og í kjölfarið má gera ráð fyrir að endanlegir samningar verði gerðir. Rekstur Línu.nets hefur aldrei skilað hagnaði. Í fyrra nam tapið 155 milljónum króna en alls hefur félagið tapað tæplega milljarði króna á núvirði á síðustu fimm árum. Með sölu á starfsemi Línu.net er líklegt að þátttöku Reykjavíkurborgar í rekstri fjarskiptafyrirtækja sé lokið. Orkuveitan mun áfram reka ljósleiðarakerfi og selja aðgang að því en starfsemi Línu.nets verður í raun lögð niður. Miklar deilur hafa staðið um fjarskiptarekstur Reykjavíkurborgar allt frá því að hugmyndir um slíkt voru fyrst reyfaðar í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa goldið varhug við þeirri hugmynd að borgin tæki þátt í slíkri atvinnustarfsemi en fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurlistanum hafa bent á að aðkoma fyrirtækja Reykjavikurborgar að markaðinum hafi skilað sér í aukinni samkeppni og þar með lægri kostnaði til neytenda.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira