Innlent

Ræða hringamyndun í atvinnulífi

Viðskiptaráðherra mun boða fréttamenn á fund síðar í dag til að ræða skýrslu nefndar um hringamyndum í atvinnulífinu. Skýrslan sem er 150 blaðsíður að lengd var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en í nefndinni eru Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands formaður, Guðrún Helga Brynleifsdóttir lögfræðingur, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Orri Hauksson framkvæmdastjóri, Páll Magnússon aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Stefán Svararsson löggiltur endurskoðandi og Þórdís J. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×