Innlent

Leiðin inn í Þórsmörk lokuð

Leiðin inn í Þórsmörk er lokuð með öllu vegna gífurlegra vatnavaxta. Lögreglan á Hvolsvelli ráðleggur fólki að leggja alls ekki leið sína inn í mörkina. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur verið beðin um aðstoð þangað því bílar hafa átt í erfiðleikum við að komast leiðar sinnar. Þó er viðbúið að ferðalag björgunarsveitar muni sækjast hægt þar sem stór trukkur sem fór inn eftir í morgun flaut upp strax í fyrstu ánum. Samt er björgunarsveitin á stórum trukk með 54 tomma dekkjum sem er mun stærra en stærstu jeppar eru á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×