Innlent

Ljósanótt um helgina

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ verður haldin í fimmta sinn fyrstu helgina í september. Fjöldi viðburða verður alla helgina og hefjast þeir strax á morgun með setningu hátíðarinnar og hagyrðingakvöldi. Yfir 30 sýningar og uppákomur eru tengdar myndlist og annað eins er af tónleikum. Margt er í boði fyrir börnin, leiktæki, andlitsmálun og annað slíkt og á laugardeginum verður flugsýning. Hápunktur hátíðarinnar verður á laugardeginum, en auk sýninga og tónleika víða um bæinn verður dagskrá á tveimur útisviðum og lýkur deginum með stórri flugeldasýningu. Á sunnudeginum eru flestar sýningarnar opnar og a.m.k. tvennir tónleikar verða í Duushúsunum. Hægt er að nálgast upplýsingar um hátíðina á heimasíðu hennar www.ljosnott.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×