Erlendir ökumenn valda hækkunum 31. ágúst 2004 00:01 Erlendir ökumenn lenda talsvert í slysum hér á landi og segir lögregla á landsbyggðinni það ekki síst vera vegna þess að þeir eru óvanir íslenskum vegaaðstæðum. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra er á bílaleigubílum. Sjóvá-Almennar tryggja um það bil 85 prósent af bílaleiguflota landsins. Samkvæmt upplýsingum frá þeim urðu fyrstu sex mánuði ársins slys á 100 ökumönnum í bílaleigubílum sem félagið tryggir. Af þeim voru 52 með erlent ríkisfang. Einar Guðmundsson, hjá tjónadeild Sjóvár-Almennra, bendir á að þessar tölur segi ekki alla söguna því það vanti tölur fyrir júlí og ágúst. Væru þær teknar með myndi hlutfall slasaðra ökumanna með erlent ríkisfang hækka. Hækkandi iðgjöld Frá árinu 1987 hefur íslenskum bifreiðaeigendum verið gert skylt að kaupa tvenns konar vátryggingar: Annars vegar ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem ökumaður veldur öðrum og hins vegar slysatryggingu ökumanns. Slysatryggingin bætir ökumanni það tjón sem hann verður fyrir undir stýri, jafnvel þótt hann beri sjálfur ábyrgð á því. Slysatryggingin miðar við tekjugrunn ökumannsins og það tjón sem hann verður fyrir með tilliti til starfsorku í framtíðinni. Hún nær til allra bifreiðaeigenda og bílategunda. Erlendir ferðamenn sem leigja bíl á Íslandi þurfa því ekki að greiða sérstaklega fyrir slysatryggingu því hún fylgir bílnum. Verði þeir fyrir slysi undir stýri fá þeir greiddar bætur í samræmi við íslenskar reglur og það bitnar ekki á iðgjöldum þeirra heldur tryggingarkostnaði bílaleigunnar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta koma fram sem hluta af tjónakostnaði tryggingafélags viðkomandi bílaleigu. Það hafi áhrif á iðgjaldaþörf félagsins og skili sér í útgjöldum til neytenda. Þórunn Reynisdóttir, hjá bílaleigunni Avis, segir Ísland vera eina landið af þeim 170 sem Avis er með útibú í þar sem fyrirkomulagið er með þessum hætti. Algengast sé í Evrópu að þeir sem leigja bíl tryggi sig sjálfir og hámark slysatryggingar sé yfirleitt um tólf milljónir króna. Leigutakar tryggi sig sjálfir Þórunn telur að eðlilegra sé að leigutaki bíls sjái um að tryggja sig en að tryggingafélag beri þá ábyrgð. "Það þarf annars ekki mikið til að hleypa öllu kerfinu í uppnám," segir hún og nefnir sem dæmi franskan lækni sem lamaðist eftir bílveltu fyrir nokkrum árum. Bílaleigu læknisins var gert að greiða 70 milljónir króna í bætur. "Það er fljótlegt að reikna að íslenskar bílaleigur geta ekki borið svona tjón miðað við þann vöxt sem er í ferðaþjónustunni. " Þórunn segir fordæmi fyrir því að láta leigutaka bera ábyrgð á slysatryggingunni. "Þeir sem leigja bíl á rekstrarleigu eða kaupleigu eru gerðir ábyrgir fyrir tryggingum og persónulegur bónus þeirra hækkar ef það verður tjón á bílnum. Við höfum bent á að það sama eigi að gilda um bílaleigubíla." Runólfur Ólafsson hjá FÍB tekur undir orð Þórunnar og segir kerfið einnig ósanngjarnt gagnvart samkeppnisstöðu bílaleigna. Þær geti verið gerðar ábyrgar fyrir nokkru sem þær beri ekki ábyrgð á. Þóra Hjaltested, lögfræðingur hjá viðskiptaráðuneytinu, segir þessu ekki saman að jafna. Árið 1998 var lögum breytt þar sem eigendur ökutækja eða varanlegir umráðamenn voru gerðir ábyrgir fyrir slysatryggingu ökumanns. Í tilfelli rekstrarleigu er leigjandi bílsins varanlegur umráðamaður. Bílaleigur eru hins vegar taldir eigendur bíla sinna og varanlegir umráðamenn. Skyldutrygging sem kostnaðarliður Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að verði breytingar gerðar á lögboðnum slysatryggingum ökumanna verði þær að ná til allra, ekki aðeins bílaleiga. Hann bendir einnig á að íslenska fyrirkomulagið sé ekki einsdæmi. Það sé sambærilegt við það sem tíðkist á öllum Norðurlöndunum að Danmörku undanskilinni. Sigmar segir afstöðu tryggingafélaganna vera þá að fyrirtæki verði að hlíta lögum og fyrirtæki verði að haga rekstri sínum í samræmi við reglur. Tryggingafélögum sé skylt að selja slysatryggingar og bílaeigendum að kaupa þær. "Slysatryggingin er eins og hver annar kostnaðarliður, skattar, skyldur og lögboðin gjöld. Fyrirtæki verða væntanlega að leggja saman þessa kostnaðarliði og reikna út leigugjaldið í samræmi við það." Runólfur Ólafsson hjá FÍB er ekki sammála. "Bílarnir sjálfir eru föst stærð og auðvelt að meta. Slysin eru hins vegar stærð sem erfitt er að meta því slysatryggingar taka mið af tekjugrunni tjónþolans. Eitt slys getur vegið þungt í tjónakostnaði lítils fyrirtækis og það er erfitt að taka þau inn í dæmið sem fastan kostnaðarlið." Ráðuneyti kannar breytingar Þórunn Reynisdóttir hjá Avis segir bílaleigur hafa þrýst á stjórnvöld undanfarin fjögur ár en viðbrögð hafi verið lítil. Þá hafi tryggingafélögin einnig verið treg til samstarfs. Sigmar Ármannsson hjá SÍT segir það ekki í verkahring tryggingafélaganna að gera breytingar á lögunum, heldur standi það á löggjafarvaldinu og viðkomandi fagráðuneyti. "Almennt eru tryggingafélögin á móti því að fólk sé skyldað til að kaupa tryggingar nema brýn nauðsyn krefji. Það var afstaða Alþingis á sínum tíma að ökumenn skyldu alltaf eiga rétt á bótum jafnvel þótt þeir bæru ábyrgð á slysinu sjálfir." Hann segir það ekki víst hvort tryggingafélög myndu missa spón úr aski sínum ef lögunum yrði breytt. "Væntanlega myndu einhverjir vilja kaupa þessa tryggingu, en ef til vill myndu þeir sem síst skyldu, ungt fólk og efnalítið, sleppa því." Þóra Hjaltested hjá viðskiptaráðuneytinu segir að um þessar mundir sé verið að kanna hvaða áhrif breytingar á slysatryggingum ökumanns í tilfelli bílaleiga myndu hafa í för með sér og er búist við niðurstöðum fyrir áramót. Hún segist ekki vita hvort norræna tryggingakerfið sé algengt meðal annarra Evrópulanda en bendir á að almennt miði Ísland réttarkerfi sitt við Norðurlöndin. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Erlendir ökumenn lenda talsvert í slysum hér á landi og segir lögregla á landsbyggðinni það ekki síst vera vegna þess að þeir eru óvanir íslenskum vegaaðstæðum. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra er á bílaleigubílum. Sjóvá-Almennar tryggja um það bil 85 prósent af bílaleiguflota landsins. Samkvæmt upplýsingum frá þeim urðu fyrstu sex mánuði ársins slys á 100 ökumönnum í bílaleigubílum sem félagið tryggir. Af þeim voru 52 með erlent ríkisfang. Einar Guðmundsson, hjá tjónadeild Sjóvár-Almennra, bendir á að þessar tölur segi ekki alla söguna því það vanti tölur fyrir júlí og ágúst. Væru þær teknar með myndi hlutfall slasaðra ökumanna með erlent ríkisfang hækka. Hækkandi iðgjöld Frá árinu 1987 hefur íslenskum bifreiðaeigendum verið gert skylt að kaupa tvenns konar vátryggingar: Annars vegar ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem ökumaður veldur öðrum og hins vegar slysatryggingu ökumanns. Slysatryggingin bætir ökumanni það tjón sem hann verður fyrir undir stýri, jafnvel þótt hann beri sjálfur ábyrgð á því. Slysatryggingin miðar við tekjugrunn ökumannsins og það tjón sem hann verður fyrir með tilliti til starfsorku í framtíðinni. Hún nær til allra bifreiðaeigenda og bílategunda. Erlendir ferðamenn sem leigja bíl á Íslandi þurfa því ekki að greiða sérstaklega fyrir slysatryggingu því hún fylgir bílnum. Verði þeir fyrir slysi undir stýri fá þeir greiddar bætur í samræmi við íslenskar reglur og það bitnar ekki á iðgjöldum þeirra heldur tryggingarkostnaði bílaleigunnar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta koma fram sem hluta af tjónakostnaði tryggingafélags viðkomandi bílaleigu. Það hafi áhrif á iðgjaldaþörf félagsins og skili sér í útgjöldum til neytenda. Þórunn Reynisdóttir, hjá bílaleigunni Avis, segir Ísland vera eina landið af þeim 170 sem Avis er með útibú í þar sem fyrirkomulagið er með þessum hætti. Algengast sé í Evrópu að þeir sem leigja bíl tryggi sig sjálfir og hámark slysatryggingar sé yfirleitt um tólf milljónir króna. Leigutakar tryggi sig sjálfir Þórunn telur að eðlilegra sé að leigutaki bíls sjái um að tryggja sig en að tryggingafélag beri þá ábyrgð. "Það þarf annars ekki mikið til að hleypa öllu kerfinu í uppnám," segir hún og nefnir sem dæmi franskan lækni sem lamaðist eftir bílveltu fyrir nokkrum árum. Bílaleigu læknisins var gert að greiða 70 milljónir króna í bætur. "Það er fljótlegt að reikna að íslenskar bílaleigur geta ekki borið svona tjón miðað við þann vöxt sem er í ferðaþjónustunni. " Þórunn segir fordæmi fyrir því að láta leigutaka bera ábyrgð á slysatryggingunni. "Þeir sem leigja bíl á rekstrarleigu eða kaupleigu eru gerðir ábyrgir fyrir tryggingum og persónulegur bónus þeirra hækkar ef það verður tjón á bílnum. Við höfum bent á að það sama eigi að gilda um bílaleigubíla." Runólfur Ólafsson hjá FÍB tekur undir orð Þórunnar og segir kerfið einnig ósanngjarnt gagnvart samkeppnisstöðu bílaleigna. Þær geti verið gerðar ábyrgar fyrir nokkru sem þær beri ekki ábyrgð á. Þóra Hjaltested, lögfræðingur hjá viðskiptaráðuneytinu, segir þessu ekki saman að jafna. Árið 1998 var lögum breytt þar sem eigendur ökutækja eða varanlegir umráðamenn voru gerðir ábyrgir fyrir slysatryggingu ökumanns. Í tilfelli rekstrarleigu er leigjandi bílsins varanlegur umráðamaður. Bílaleigur eru hins vegar taldir eigendur bíla sinna og varanlegir umráðamenn. Skyldutrygging sem kostnaðarliður Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að verði breytingar gerðar á lögboðnum slysatryggingum ökumanna verði þær að ná til allra, ekki aðeins bílaleiga. Hann bendir einnig á að íslenska fyrirkomulagið sé ekki einsdæmi. Það sé sambærilegt við það sem tíðkist á öllum Norðurlöndunum að Danmörku undanskilinni. Sigmar segir afstöðu tryggingafélaganna vera þá að fyrirtæki verði að hlíta lögum og fyrirtæki verði að haga rekstri sínum í samræmi við reglur. Tryggingafélögum sé skylt að selja slysatryggingar og bílaeigendum að kaupa þær. "Slysatryggingin er eins og hver annar kostnaðarliður, skattar, skyldur og lögboðin gjöld. Fyrirtæki verða væntanlega að leggja saman þessa kostnaðarliði og reikna út leigugjaldið í samræmi við það." Runólfur Ólafsson hjá FÍB er ekki sammála. "Bílarnir sjálfir eru föst stærð og auðvelt að meta. Slysin eru hins vegar stærð sem erfitt er að meta því slysatryggingar taka mið af tekjugrunni tjónþolans. Eitt slys getur vegið þungt í tjónakostnaði lítils fyrirtækis og það er erfitt að taka þau inn í dæmið sem fastan kostnaðarlið." Ráðuneyti kannar breytingar Þórunn Reynisdóttir hjá Avis segir bílaleigur hafa þrýst á stjórnvöld undanfarin fjögur ár en viðbrögð hafi verið lítil. Þá hafi tryggingafélögin einnig verið treg til samstarfs. Sigmar Ármannsson hjá SÍT segir það ekki í verkahring tryggingafélaganna að gera breytingar á lögunum, heldur standi það á löggjafarvaldinu og viðkomandi fagráðuneyti. "Almennt eru tryggingafélögin á móti því að fólk sé skyldað til að kaupa tryggingar nema brýn nauðsyn krefji. Það var afstaða Alþingis á sínum tíma að ökumenn skyldu alltaf eiga rétt á bótum jafnvel þótt þeir bæru ábyrgð á slysinu sjálfir." Hann segir það ekki víst hvort tryggingafélög myndu missa spón úr aski sínum ef lögunum yrði breytt. "Væntanlega myndu einhverjir vilja kaupa þessa tryggingu, en ef til vill myndu þeir sem síst skyldu, ungt fólk og efnalítið, sleppa því." Þóra Hjaltested hjá viðskiptaráðuneytinu segir að um þessar mundir sé verið að kanna hvaða áhrif breytingar á slysatryggingum ökumanns í tilfelli bílaleiga myndu hafa í för með sér og er búist við niðurstöðum fyrir áramót. Hún segist ekki vita hvort norræna tryggingakerfið sé algengt meðal annarra Evrópulanda en bendir á að almennt miði Ísland réttarkerfi sitt við Norðurlöndin.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira