Teflt á tæpasta vað 13. október 2004 00:01 Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira