Innlent

Skemmdarverk á mælitækjum

Skemmdarverk hafa verið unnin á mælitækjum á Mýrdalssandi sem vakta Kötlu. Af þeim sökum fengu vísindamenn engar upplýsingar um rafleiðni í Múlakvísl í tólf daga. Leiðniskynjari í Múlakvísl hætti þann 19. október að senda upplýsingar en þær berast venjulega sjálfvirkt inn til Orkustofnunar. Þegar starfsmenn könnuðu tækjabúnaðinn á Mýrdalssandi í gær kom í ljós að einhver hafði opnað mælikassa og rifið leiðslur úr sambandi. Viðgerð fór fram í gær og er leiðniskynjarinn nú aftur farinn að senda upplýsingar. Beyting á leiðni í jökulvatni undan Kötlu er talin vísbending um aukið rennsli jarðhitavatns, sem aftur er talið benda til hræringa, eins og kvikuuppstreymis, undir eldstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×