Innlent

Tugir hafa sagt upp

Tugir grunnskólakennara hafa sagt upp störfum í dag. Sérstök vinnumiðlun kennara hefur verið stofnuð og fjöldi hefur þegar skráð sig, þótt starfsemin sé ekki formlega hafin. Tugir kennara hafa sagt upp störfum sínum í dag, til dæmis fjölmargir í Mosfellsbæ og allir grunnskólakennarar á Fáskrúðsfirði og víðar. Kennarar sem Stöð 2 ræddi við í dag telja fulla alvöru á bak við þessar uppsagnir, en að ekki sé um áróðursbragð að ræða. Sérstök vinnumiðlun kennara; Nýtt starf, hefur verið stofnuð af tveimur kennurum og þeir telja þörfina brýna. Kennarar geta skráð sig á slóðinni nýttstarf@nýttstarf.net. Níu manns höfðu þegar skráð sig síðdegis, þrátt fyrir að miðlunin hafi ekki tekið til starfa, þannig að Eyjólfur býst við miklum viðbrögðum. Hann segist eiga von á því að miklu fleiri skrái sig og jafnvel strax í kvöld. Heimasíða miðlunarinnar verður væntanlega fullbúin á morgun eða hinn og segist Eyjólfur vonast eftir góðum við brögðum atvinnurekenda, enda séu kennarar fjölfróð stétt. Hann segir kennara einnig með mikla reynslu af stjórnun og atvinnurekendur ættu því þarna að hafa gott fólk, sem er viljugt að takast á við ný viðfangsefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×