Innlent

Hnökkum stolið

Fullum pappakassa af nýjum reiðhnökkum var stolið við vegamót að býlinu Króki í Ásahreppi síðdegis í fyrradag. Flutningabílstjóri skildi kassann eftir við vegamótin en hann var horfinn þegar eigandi kassans ætlaði að nálgast hann skömmu síðar. Hnakkarnir voru sex og af gerðinni Top Reiter sem eigandinn hafði flutt inn frá Þýskalandi. Lögreglan biður alla þá sem búa yfir einhverjum upplýsingum varðandi þennan kassa eða sem hafa séð til mannaferða við umrædd vegamót um klukkan hálf fjögur í fyrradag að hafa samband í síma 488 4111.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×