Innlent

Kaupmáttur eykst

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3.6% þannig að kaupmáttur launa jókst að meðaltali um 1,3 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en karla og laun utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu meira. Mest hækkun varð hjá þjónustu sölu- og afgreiðslufólki, sem hækkaði um 6,3 prósent á milli ára. Að meðaltali fengu launamenn greiddar 205 þúsund krónur í regluleg laun sem eru grunnlaun að viðbættum aukagreiðslum. Meðaltal heildarlauna var 265 þúsund og meðalvinutími 44.8 stundir á viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×