Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla 8. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira