Innsetning forseta á morgun 31. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina. Athöfnin hefst á morgun klukkan hálf fjögur með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Almenningi er heimilt að vera við athöfnina á meðan húsrúm leyfir. Hálfri klukkustund síðar ganga boðsgestir til Alþingishússins. Þar lýsir forseti Hæsaréttar forsetakjöri, forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni og gengur síðan fram á svalir Alþingis ásamt eiginkonu sinni og minnist fósturjarðarinnar. Gjallarhorn verða umhverfis Alþingishúsið svo almenningur geti heyrt það sem fram fer bæði í kirkjunni og Alþingishúsinu. Margir lögreglumenn verða við athöfnina, bæði til að standa heiðursvörð og sinna öryggisgæslu. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að af öryggisástæðum sé ekki gefið upp hve margir lögregluþjónar komi að athöfninni. Hann segir öryggisgæslu með svipuðu yfirbragði og við síðustu innsetnigarathöfn fyrir fjórum árum. Þó sé ljóst að afstaða manna til öryggis æðstu ráðamanna hafi breyst á síðust árum og að menn taki að sjálfsögðu mið af því. Mikilvægt sé þó að vera meðvitaður um að Íslendingar séu fjarri hringiðu ógnaratburða og nauðsynlegt sé að finna skynsamlegt jafnvægi. Vegna endurbóta á húsnæði Alþingis standa menn í ströngu við að gera þar allt klárt fyrir morgundaginn. Ólöf Þórarinsdóttir, sem hefur umsjón með undirbúningi í Alþingishúsinu vildi ekki hleypa kvikmyndatökumönnum inn í húsið í dag til að taka myndir af undirbúningnum þar sem hún óttaðist að það gæti truflað störf þeirra manna sem þar vinna. Kvikmyndatökumenn hafa hins vegar aldrei verið taldir trufla störf þeirra 63ja þingmanna sem þarna vinna lungann úr árinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina. Athöfnin hefst á morgun klukkan hálf fjögur með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Almenningi er heimilt að vera við athöfnina á meðan húsrúm leyfir. Hálfri klukkustund síðar ganga boðsgestir til Alþingishússins. Þar lýsir forseti Hæsaréttar forsetakjöri, forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni og gengur síðan fram á svalir Alþingis ásamt eiginkonu sinni og minnist fósturjarðarinnar. Gjallarhorn verða umhverfis Alþingishúsið svo almenningur geti heyrt það sem fram fer bæði í kirkjunni og Alþingishúsinu. Margir lögreglumenn verða við athöfnina, bæði til að standa heiðursvörð og sinna öryggisgæslu. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að af öryggisástæðum sé ekki gefið upp hve margir lögregluþjónar komi að athöfninni. Hann segir öryggisgæslu með svipuðu yfirbragði og við síðustu innsetnigarathöfn fyrir fjórum árum. Þó sé ljóst að afstaða manna til öryggis æðstu ráðamanna hafi breyst á síðust árum og að menn taki að sjálfsögðu mið af því. Mikilvægt sé þó að vera meðvitaður um að Íslendingar séu fjarri hringiðu ógnaratburða og nauðsynlegt sé að finna skynsamlegt jafnvægi. Vegna endurbóta á húsnæði Alþingis standa menn í ströngu við að gera þar allt klárt fyrir morgundaginn. Ólöf Þórarinsdóttir, sem hefur umsjón með undirbúningi í Alþingishúsinu vildi ekki hleypa kvikmyndatökumönnum inn í húsið í dag til að taka myndir af undirbúningnum þar sem hún óttaðist að það gæti truflað störf þeirra manna sem þar vinna. Kvikmyndatökumenn hafa hins vegar aldrei verið taldir trufla störf þeirra 63ja þingmanna sem þarna vinna lungann úr árinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira