Tældi 9 ára telpu upp í bíl sinn 25. nóvember 2004 00:01 Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira