Innlent

Gallaður áburður óbættur

Sumir kúabændur hafa enn ekki fengið endurgreiðslu vegna gallaðs áburðar sem fluttur var til landsins síðasta vor, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Hluti áburðarins er sagður hafa verið blautur og/eða mjög kögglaður. "Í mörgum tilfellum hefur kúabændum gengið mjög vel að fá þessa gölluðu vöru bætta með áburði sem er í lagi eða endurgreiðslu, en á vissum landsvæðum hefur þetta gengið verr," segir á vefnum og bændur sem telja sig eiga rétt á endurgreiðslu eru hvattir til að hafa samband við samtökin, sem veitt geti lögfræðiaðstoð við innheimtuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×