Innlent

Héðinsfjarðargöngum frestað

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi beinir eindregnum tilmælum til Alþingis að fresta gerð Héðinsfjarðarganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fulltrúar á þinginu vilja ekki að ráðist verði í framkvæmdirnar þar fyrr en heildstæð framtíðarlausn á samgöngumálum milli byggðalaganna á utanverðum Tröllaskaga hefur fundist. Á kjördæmisþinginu fyrir tveimur árum var ályktað gegn göngunum þannig að segja má að Framsóknarmenn í kjördæminu hafi mildast í afstöðu sinni. Þá var ályktað um að gera þurfi jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og hugmyndum um veg um Stórasand hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×