Viðræður í skugga afsagnar 15. nóvember 2004 00:01 Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent