Lést í höndum lögreglunnar 10. september 2004 00:01 "Ég sá lögreglubíla og fór út á götu til að athuga hvað væri að gerast, þá sá ég hvar lögreglan veitti manninum hjartahnoð og reyndi að lífga hann við," segir Linda Björk Gylfadóttir nágranni 33 ára gamals manns sem lést í átökum við lögregluna í Keflavík um klukkan hálf sex á sunnudag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. "Það er enginn grunur um hraðræði að hálfu lögreglunnar. Á þessu stigi miðast rannsóknin fyrst og fremst við að upplýsa um hvað gerðist og hver séu dánarorsök mannsins, sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, í samtali við blaðið í gær. Krufning verður gerð í dag. Lögreglan hafði upphaflega afskipti af manninum eftir að faðir hans hafði verið færður á lögreglustöðina illa á sig kominn en hann hafði verið á gangi á Hafnargötu í Keflavík. Faðirinn var í annarlegu ástandi og var hringt á heimili hans þar sem sonur hans var fyrir svörum. Eftir samtalið þótt lögreglu ástæða til að kanna ástand sonarins. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og kom maðurinn á móti þeim á lóð hússins, æstur og árásargjarn að sögn lögreglu. Hann var hávaxinn og nokkuð mikill um sig. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi haft í hótunum við lögreglumennina og síðan veist að þeim. Mikil átök urðu á milli lögreglumannanna og mannsins. Eftir að tekist hafði að koma honum í handjárn varð hann alvarlega veikur og lést skömmu síðar. Ekki er hægt að segja til um dánarorsök en líklegt er talið að hjarta hafi gefið sig í átökunum. Linda Björk segist hafa séð manninn sem lést skömmu áður en átök komu upp á milli hans og lögreglunnar. Hann hafi ráfað um næstu götu og hafi virst vera í uppnámi, var berfættur í joggingbuxum og bol. Hún hafi hins vegar ekki verið að velta ástandi hans fyrir sér því hann hafi átt við andleg veikindi að stríða og að sjá svona til hans hafi ekki verið sérstaklega óvenjulegt. Heimildir blaðsins herma að átök hafi orðið á milli feðganna fyrr um daginn og að faðirinn hafi verið með einhverja áverka en það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Feðgarnir hafa báðir átt við andleg vandamál að stríða. "Ríkislögreglustjóri sendi okkur tvo menn til að rannsaka vettvang. Við töldum ekki rétt að sjá um rannsóknina sjálfir, það er ekki vani í svona málum," segir Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík. Hann segir það hafa verið eðlileg viðbrögð að kanna ástand á heimili föðursins því hann hafi verið illa á sig kominn. Prestur og læknir voru kallaðir á lögreglustöðina til að sinna manninum og fór hann þaðan í þeirra umsjá að sögn Karls. Hann segir þá hafa sent ríkissaksóknara öll gögn málsins í gær. Maðurinn sem lést hét Bjarki Hafþór Vilhjálmsson til heimilis að Íshússtíg 5 í Keflavík. Bjarki var fæddur í ágúst árið 1971. Hann var barnlaus og ókvæntur. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
"Ég sá lögreglubíla og fór út á götu til að athuga hvað væri að gerast, þá sá ég hvar lögreglan veitti manninum hjartahnoð og reyndi að lífga hann við," segir Linda Björk Gylfadóttir nágranni 33 ára gamals manns sem lést í átökum við lögregluna í Keflavík um klukkan hálf sex á sunnudag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. "Það er enginn grunur um hraðræði að hálfu lögreglunnar. Á þessu stigi miðast rannsóknin fyrst og fremst við að upplýsa um hvað gerðist og hver séu dánarorsök mannsins, sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, í samtali við blaðið í gær. Krufning verður gerð í dag. Lögreglan hafði upphaflega afskipti af manninum eftir að faðir hans hafði verið færður á lögreglustöðina illa á sig kominn en hann hafði verið á gangi á Hafnargötu í Keflavík. Faðirinn var í annarlegu ástandi og var hringt á heimili hans þar sem sonur hans var fyrir svörum. Eftir samtalið þótt lögreglu ástæða til að kanna ástand sonarins. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og kom maðurinn á móti þeim á lóð hússins, æstur og árásargjarn að sögn lögreglu. Hann var hávaxinn og nokkuð mikill um sig. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi haft í hótunum við lögreglumennina og síðan veist að þeim. Mikil átök urðu á milli lögreglumannanna og mannsins. Eftir að tekist hafði að koma honum í handjárn varð hann alvarlega veikur og lést skömmu síðar. Ekki er hægt að segja til um dánarorsök en líklegt er talið að hjarta hafi gefið sig í átökunum. Linda Björk segist hafa séð manninn sem lést skömmu áður en átök komu upp á milli hans og lögreglunnar. Hann hafi ráfað um næstu götu og hafi virst vera í uppnámi, var berfættur í joggingbuxum og bol. Hún hafi hins vegar ekki verið að velta ástandi hans fyrir sér því hann hafi átt við andleg veikindi að stríða og að sjá svona til hans hafi ekki verið sérstaklega óvenjulegt. Heimildir blaðsins herma að átök hafi orðið á milli feðganna fyrr um daginn og að faðirinn hafi verið með einhverja áverka en það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Feðgarnir hafa báðir átt við andleg vandamál að stríða. "Ríkislögreglustjóri sendi okkur tvo menn til að rannsaka vettvang. Við töldum ekki rétt að sjá um rannsóknina sjálfir, það er ekki vani í svona málum," segir Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík. Hann segir það hafa verið eðlileg viðbrögð að kanna ástand á heimili föðursins því hann hafi verið illa á sig kominn. Prestur og læknir voru kallaðir á lögreglustöðina til að sinna manninum og fór hann þaðan í þeirra umsjá að sögn Karls. Hann segir þá hafa sent ríkissaksóknara öll gögn málsins í gær. Maðurinn sem lést hét Bjarki Hafþór Vilhjálmsson til heimilis að Íshússtíg 5 í Keflavík. Bjarki var fæddur í ágúst árið 1971. Hann var barnlaus og ókvæntur.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira