Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri 10. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira