Halldór vill afturkalla frumvarpið 18. júlí 2004 00:01 Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði