Innlent

Fór ofan í hver

Erlendur ferðamaður var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann hafði farið ofan í hver í Mývatnssveit í fyrrakvöld. Lögreglunni á Húsavík barst tilkynning um að maðurinn hefði misst bíllykil ofan í hverinn. Þegar lögreglan koma á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði farið ofan í hverinn en ekki er ljóst hvernig það bar að. Hlúð var að manninum á Akureyri og búið um sár en hann reyndist ekki vera alvarlega slasaður. Hann var keyrður aftur í Mývatnssveit síðar um nóttina og fékk í gærmorgun nýjan lykil að bílnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×