Innlent

Frétt ehf. gert að greiða

Frétt ehf. sem er núverandi eigandi Fréttablaðsins var dæmt, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að greiða hluta af launakröfu blaðamanns sem starfaði hjá fyrrverandi eiganda blaðsins, Fréttablaðið ehf. Blaðamannafélag Íslands höfðaði mál á hendur Frétt ehf. vegna þrettán blaðamanna sem störfuðu áfram á blaðinu eftir að eigendaskipti urðu árið 2002. Ábyrgðasjóður launa hafnaði að greiða launakröfurnar. Blaðamannafélagið taldi að Frétt ehf. ætti að greiða launakröfurnar þar sem aðilaskipti hefðu orðið á blaðinu og Frétt ehf. bæri því ábyrgð á að þeir blaðamenn sem héldu áfram störfum hjá blaðinu fengju greiddar launakröfur. Frétt ehf. krafðist hins vegar sýknu þar sem ekki hefðu orðið aðilaskipti í lagalegum skilningi heldur hefðu aðeins tiltekin verðmæti verið keypt. Fyrirtækin væru ólík þrátt fyrir að grunneiningar væru svipaðar og áður. Krafan hljóðaði upp á rúma milljón króna en dómurinn féllst aðeins á hluta kröfunnar eða rúmlega 400 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×