Innlent

Tíundi dómurinn

Maður á fimmtugsaldri fékk átta mánaða fangelsisdóm í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir akstur undir áhrifum lyfja og önnur umferðarlagabrot, þjófnað, nytjastuld, gripdeildir og vopnalagabrot. Maðurinn neitaði sök. Hann á að baki nokkurn sakaferil allt frá árinu 1983 og hefur hlotið níu refsidóma, þar af fjóra fyrir umferðarlagabrot en aðra vegna líkamsárasar, húsbrots, þjófnaðar, fjársvika, fölsunar, hótana og vopnalagabrots. Hann sætti upptöku á 5,70 grömmum af amfetamíni, 4,14 grömmum af hassi, hnífi og öxi. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í hálft ár og greiðir málsvarnarlaun að upphæð 200 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×