Innlent

Davíð við útförina

Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða við útför Ronalds Reagans sem var fertugasti forseti Bandaríkjanna. Hann verður jarðsettur í Washington í dag. Forsætisráðherra hefur þegar sent frú Reagan samúðarkveðju. Fjölmargir lögðu leið sína í sendiráð Bandaríkjanna og vottuðu Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, virðingu sína. Hann lést á laugardaginn 93 ára að aldri. Minningabók lá frammi í sendiráðinu þriðjudag og miðvikudag og sagði Linda Hartley, menningarmálafulltrúi sendiráðsins, að margir hafi skrifað nafn sitt í bókina og þónokkrir hafi skrifað hjartnæm orð og klausur með til minningar um hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×