Innlent

Hæstiréttur mildaði

Hæstiréttur dæmdi rúmlega fertugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í október á síðasta ári. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að sakfelling hafi verið takmarkaðri en í héraði vegna ónákvæms orðalags í tilteknum ákæruliðum og vegna eindreginnar neitunar mannsins. Hann var sakfelldur fyrir að hafa káfað margoft á stúlkunni. Brotin framdi hann frá árinu 1995 til ársins 2000. Stúlkurnar eru fæddar árið 1987 og 1988. Í dómnum segir að brotin sem hann er sakfelldur fyrir séu alvarleg. Hann hafi með þeim rofið fjölskyldutengsl og brotið gegn trúnaðartrausti stúlknanna sem hann hafði uppeldis- og umsjárskyldur við. Þá er hann ekki talinn hafa neinar málsbætur. Maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu en ekki þótti koma til álita að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis brotanna. Þá var hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunum samtals eina milljón króna í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×