Innlent

Kennarar samþykktu verkfall

Kennarasamband Íslands samþykkti með 90,2% atkvæða að fara í verkfall 20. september nái samninganefnd þeirra og launanefnd sveitarfélaga ekki samkomulagi. Finnbogi Sigurðsson, formaður félags grunnskólakennara, er ánægður með afgerandi niðurstöðu kosninganna. "Það er ljóst að búið er að sýna fram á að kennarahópurinn stendur fast á bak við okkur og er tilbúinn í átök til að framfylgja sínum kröfum. Það er tómt mál um það að tala að forystan sé úr öllum tengslum við félagsmenn," segir Finnbogi og segir stöðu þeirra sterkari en áður. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir niðurstöðuna setja pressu báðum megin samningsborðsins. "Af hálfu launanefndarinnar viljum við leggja okkur fram um að ná niðurstöðu áður en kemur til verkfalls," segir Birgir. Á kjörskrá voru 4.798 og greiddu 4.425 atkvæði. Já, sögðu 90,2% þeirra. 7,5% sögðu nei og 2,3% skiluðu auðu eða gerðu ógilt, segir í tilkynningu frá kjörstjórn Kennarasambandins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×