Innlent

Vilja ekki Orkuveituna

Kópavogsbær íhugar að hætta að kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur og leitar samninga hjá Orkuveitu Suðurnesja. "Við höfum skrifað Orkuveitu Suðurnesja bréf um að kaupa rafmagn af þeim. Við erum fyrst og fremst að leita að betra verði og þjónustu," segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Gunnar segist óánægður með verðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur. "Við nágrannasveitafélögin erum með þessu að borga niður óráðsíu R-listans." Hann fullyrðir þetta sé gert í hagræðingarskyni, en ekki af pólitískum ástæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×