Lokatilraun til samninga brást 21. október 2004 00:01 Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira