Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar 12. nóvember 2004 00:01 Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira