Innlent

Fallist á nýjan Gjábakkaveg

Skipulagsstofnun hefur með úrskurði sínum fallist með skilyrðum á lagningu nýs Gjábakkavegar milli Þingvalla og Laugarvatns í Bláskógabyggð. Meðal skilyrða Skipulagsstofnunar er að Vegagerðin skilgreini öryggis- og framkvæmdasvæði vegarins eins þröngt og hægt er, efnistaka verði lágmörkuð, votlendi á Suðurlandi verði endurheimt til jafns við það sem glatast við lagningu vegarins og áætlun þar að lútandi verði borin undir Umhverfisstofnun áður en framkvæmdir hefjast. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 17. desember næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×