Innlent

Ekki búið að opna skíðasvæðin

Dálítið snjóaði á Akureyri í nótt, en þó ekki nóg til að hægt verði að opna skíðasvæðið í Hliðarfjalli. Talsverður snjór var líka kominn í Bláfjöll, en hann hefur að hluta til fokið burt í skafrenningi. Ísfirðingar gripu til þess ráðs að þjappa fyrsta snjóinn um daginn, þannig að þar er að myndast góður grunnur undir skíðasnjó, en annars vantar góðan snjóakafla á öll skíðasvæðin, áður en hægt verður að opna þau, þótt víða sé hægt að leggja göngubrautir neðan við brekkurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×