Afskipti utan verksviðs ráðherra 18. nóvember 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í verðsamráði olíufélaganna. Þetta kom í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í fyrradag. Björn sagðist telja að það væri fyrir utan hans verksvið sem ráðherra að skipta sér af rannsóknum mála. Hins vegar væri það hans hlutverk að skapa embætti Ríkislögreglustjóra viðunandi starfsaðstæður. Jóhanna Sigurðardóttir spurði ráðherrann hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að deildin fengi meira fjármagn og mannafla til að flýta rannsókn á þætti einstaklinga í verðsamráðinu. Sérstaklega í ljósi þess að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sem fer með rannsókn málsins, hafi ekki nægan mannafla og dráttur á rannsókn mála hjá deildinni hafi leitt til þess að refsingar hafi verið mildaðar fyrir dómi. Jóhanna sagði í umræðum á Alþingi að það væri nauðsynlegt að fá sem fyrst niðurstöðu í rannsókninni sem hófst fyrir um ári síðan, bæði til að eyða allri óvissu í málinu olíufélögunum til hagsbótar og til að forðast fyrningu saka. Jóhanna Sigurðardóttir spurði hvort ráðherrann teldi að ekki mætti flýta niðurstöðu með auknu tímabundnu fjármagni umfram þær fimmtán milljónir króna sem veitt hefði verið til embættisins í fjáraukalögum síðasta árs og fjárlögum þessa árs. Enda væru þær líka ætlaðar til þess að hraða rannsóknum á öðrum mikilvægum málum sem séu til meðferðar hjá efnahagsbrotadeildinni eins og fíkniefnamálum. Björn Bjarnason sagði að hann teldi það rétt að efnahagsbrotadeildin efldist til að takast á við flóknari brot. Starfsmönnum deildarinnar hafi þess vegna verið fjölgað tímabundið um þrjá á síðasta ári, ekki síst vegna rannsóknar á verðsamráði olíufélaganna. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í verðsamráði olíufélaganna. Þetta kom í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í fyrradag. Björn sagðist telja að það væri fyrir utan hans verksvið sem ráðherra að skipta sér af rannsóknum mála. Hins vegar væri það hans hlutverk að skapa embætti Ríkislögreglustjóra viðunandi starfsaðstæður. Jóhanna Sigurðardóttir spurði ráðherrann hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að deildin fengi meira fjármagn og mannafla til að flýta rannsókn á þætti einstaklinga í verðsamráðinu. Sérstaklega í ljósi þess að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sem fer með rannsókn málsins, hafi ekki nægan mannafla og dráttur á rannsókn mála hjá deildinni hafi leitt til þess að refsingar hafi verið mildaðar fyrir dómi. Jóhanna sagði í umræðum á Alþingi að það væri nauðsynlegt að fá sem fyrst niðurstöðu í rannsókninni sem hófst fyrir um ári síðan, bæði til að eyða allri óvissu í málinu olíufélögunum til hagsbótar og til að forðast fyrningu saka. Jóhanna Sigurðardóttir spurði hvort ráðherrann teldi að ekki mætti flýta niðurstöðu með auknu tímabundnu fjármagni umfram þær fimmtán milljónir króna sem veitt hefði verið til embættisins í fjáraukalögum síðasta árs og fjárlögum þessa árs. Enda væru þær líka ætlaðar til þess að hraða rannsóknum á öðrum mikilvægum málum sem séu til meðferðar hjá efnahagsbrotadeildinni eins og fíkniefnamálum. Björn Bjarnason sagði að hann teldi það rétt að efnahagsbrotadeildin efldist til að takast á við flóknari brot. Starfsmönnum deildarinnar hafi þess vegna verið fjölgað tímabundið um þrjá á síðasta ári, ekki síst vegna rannsóknar á verðsamráði olíufélaganna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira