Ekki rætt um olíubrennslu 18. nóvember 2004 00:01 Nemendum í meistaranámi í umhverfisfræði finnst lítið gert úr þeirri staðreynd að rafskautaverksmiðja á Grundartanga brennir sextíu tonnum af olíu á dag samkvæmt upphaflegu umhverfismati. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ætla að draga meira en helming úr framleiðslunni vegna aðstæðna á markaði. Fimm nemendur í umhverfisfræðum unnu verkefni um málið og skoðuð meðal annars svör Valgerðar Sverrisdóttir umhverfisráðherra þegar hún var spurð hvort stóriðjukvóti Íslands dygði fyrir þessa verksmiðju. Ráðherrann svaraði sem svo að mengunin frá þessari verksmiðju færi á annan reikning. Það er þó vegna þess að verksmiðjan notar ekki raforku frá virkjunum fallvatna heldur innflutta olíu. Nemarnir telja að þar með sé tekið stórt skref afturábak í umhverfismálum, þegar reist sé verksmiðja sem nýti að stóru leyti innflutta orkugjafa. Þetta sé hinsvegar óþægileg staðreynd sem menn vilji ekki henda á lofti. Helena Ólafsdóttir, nemi í umhverfisfræði, segir undarlegt hve lítið hafi verið minnst á það að verksmiðjan sé knúin olíu. Helena segir að varla hafi verið minnst á þessa staðreynd þrátt fyrir að Ísland vilji staðsetja sig meðal þeirra þjóða sem nota umhverfisvæna orku. Olía teljist ekki til umhverfisvænna orkugjafa. Hún segir ekki koma nógu skýrt fram að með verksmiðjunni aukist losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Eigendur fyrirhugaðrar rafskautaverksmiðju í Katanesi við Hvalfjörð ákváðu fyrir skemmstu að minnka framleiðslugetuna úr 340 þúsund tonnum niður í 140 þúsund tonn þegar Alcoa ákvað að kaupa rafskaut frá verksmiðju Alcoa í Norður Noregi þegar Fjarðaál tekur til starfa 200. Olíubrennslan mun því minnka í samræmi við það. Eftir stendur hinsvegar að Landvernd hefur kært niðurstöðu umhverfismats vegna verksmiðjunnar á Grundartanga og telur hana munu skila meira af krabbameinsvaldandi efnum út í andrúmsloftið en dæmi eru um hérlendis. Þá muni losun gróðurhúsaloftegunda aukast umtalsvert. Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Nemendum í meistaranámi í umhverfisfræði finnst lítið gert úr þeirri staðreynd að rafskautaverksmiðja á Grundartanga brennir sextíu tonnum af olíu á dag samkvæmt upphaflegu umhverfismati. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ætla að draga meira en helming úr framleiðslunni vegna aðstæðna á markaði. Fimm nemendur í umhverfisfræðum unnu verkefni um málið og skoðuð meðal annars svör Valgerðar Sverrisdóttir umhverfisráðherra þegar hún var spurð hvort stóriðjukvóti Íslands dygði fyrir þessa verksmiðju. Ráðherrann svaraði sem svo að mengunin frá þessari verksmiðju færi á annan reikning. Það er þó vegna þess að verksmiðjan notar ekki raforku frá virkjunum fallvatna heldur innflutta olíu. Nemarnir telja að þar með sé tekið stórt skref afturábak í umhverfismálum, þegar reist sé verksmiðja sem nýti að stóru leyti innflutta orkugjafa. Þetta sé hinsvegar óþægileg staðreynd sem menn vilji ekki henda á lofti. Helena Ólafsdóttir, nemi í umhverfisfræði, segir undarlegt hve lítið hafi verið minnst á það að verksmiðjan sé knúin olíu. Helena segir að varla hafi verið minnst á þessa staðreynd þrátt fyrir að Ísland vilji staðsetja sig meðal þeirra þjóða sem nota umhverfisvæna orku. Olía teljist ekki til umhverfisvænna orkugjafa. Hún segir ekki koma nógu skýrt fram að með verksmiðjunni aukist losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Eigendur fyrirhugaðrar rafskautaverksmiðju í Katanesi við Hvalfjörð ákváðu fyrir skemmstu að minnka framleiðslugetuna úr 340 þúsund tonnum niður í 140 þúsund tonn þegar Alcoa ákvað að kaupa rafskaut frá verksmiðju Alcoa í Norður Noregi þegar Fjarðaál tekur til starfa 200. Olíubrennslan mun því minnka í samræmi við það. Eftir stendur hinsvegar að Landvernd hefur kært niðurstöðu umhverfismats vegna verksmiðjunnar á Grundartanga og telur hana munu skila meira af krabbameinsvaldandi efnum út í andrúmsloftið en dæmi eru um hérlendis. Þá muni losun gróðurhúsaloftegunda aukast umtalsvert.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira