Innlent

Neysluvísitalan hækkar

Samræmd neysluvísitala fyrir EES löndin hækkaði um 0,3% í október frá fyrri mánuði, en um 0,5% á Íslandi. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði á EES svæðinu var, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, 2,2 prósent að meðaltali í EES ríkjunum, 2,4 prósent í þeim ríkjum, sem nota Evruna og tæp þrjú prósent á Íslandi. Hún var mest í Lettlandi, 7,2 prósent, en minnst í Finnlandi, rúmlega hálft prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×