Útseld vinna aukin á LSH 30. ágúst 2004 00:01 Jóhannes M. Gunnarsson, settur forstjóri Landsspítala - háskólasjúkrahúss segir að spítalinn muni leita leiða til að auka útselda þjónustu, innan þeirra marka sem heimildir leyfi. Samkvæmt sjö mánaða rekstraruppgjöri er spítalinn kominn 139 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,9% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf er 2,4% umfram áætlun. Rekstur flestra sviða eru innan áætlunar. Þegar kostnaðarliðir eru bornir saman við fyrra ár kemur í ljós að kostnaður við lækninga-, og hjúkrunarvörur eykst um 8,1% á milli ára og rannsóknarvörur hækka um 4,3%. Kostnaður vegna S-merktra lyfja eykst um 12,4% en lækkar vegna annarra lyfja um 1,6%. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga. Aukningin var 2,9% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Aukningin var mest í dagdeildaraðgerðum á augum en þar hefur eftirspurnin vaxið hvað mest. Einnig jukust aðgerðir í almennum skurðlækningum, augnlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarlækningum, þvagfæraskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Í næsta hefti Stjórnunarupplýsinga verður birt þróun biðlista eftir þjónustu spítalans. Legudögum á bráðadeildum hefur fækkað um 7,1%. Sjúklingum á gjörgæsludeildum fjölgar umtalsvert, eða um nær 30% en legudögum fjölgar um 7% þar. Meðallegutími á gjörgæsludeildum styttist úr 2,9 dögum í 2,4 daga. Meðallegutími á spítalanum í heild styttist úr 8,9 dögum í 8,2 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráðadeildum sjúkrahússins þá styttist hann úr 5,1 dögum í 5,0 daga. Varðandi útselda þjónustu spítalans sagði Jóhannes forráðamenn spítalans telja þjóðhagslega hagkvæmt að auka hana. Mikilvægt væri að reyna að nýta afkastagetu tækja og þess mikla búnaðar sem á spítalanum væri eins mikið og mögulegt væri. Varðandi fyrirhugaðan frekari niðurskurð um 700 milljónir króna sagði Jóhannes, að vel hefði tekist til á þessu ári. Reynt yrði að ná frekari sparnaði, en ef ná ætti rekstrinum niður um aðrar 7 - 800 milljónir, eins og stjórnvöld hefðu lagt upp með á síðasta ári, þá kæmi það verulega niður í þjónustumagninu. "Starfsmenn eru að leggja meira á sig en áður," sagði hann "og sumstaðar er það á ystu mörkum." Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, settur forstjóri Landsspítala - háskólasjúkrahúss segir að spítalinn muni leita leiða til að auka útselda þjónustu, innan þeirra marka sem heimildir leyfi. Samkvæmt sjö mánaða rekstraruppgjöri er spítalinn kominn 139 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,9% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf er 2,4% umfram áætlun. Rekstur flestra sviða eru innan áætlunar. Þegar kostnaðarliðir eru bornir saman við fyrra ár kemur í ljós að kostnaður við lækninga-, og hjúkrunarvörur eykst um 8,1% á milli ára og rannsóknarvörur hækka um 4,3%. Kostnaður vegna S-merktra lyfja eykst um 12,4% en lækkar vegna annarra lyfja um 1,6%. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga. Aukningin var 2,9% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Aukningin var mest í dagdeildaraðgerðum á augum en þar hefur eftirspurnin vaxið hvað mest. Einnig jukust aðgerðir í almennum skurðlækningum, augnlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarlækningum, þvagfæraskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Í næsta hefti Stjórnunarupplýsinga verður birt þróun biðlista eftir þjónustu spítalans. Legudögum á bráðadeildum hefur fækkað um 7,1%. Sjúklingum á gjörgæsludeildum fjölgar umtalsvert, eða um nær 30% en legudögum fjölgar um 7% þar. Meðallegutími á gjörgæsludeildum styttist úr 2,9 dögum í 2,4 daga. Meðallegutími á spítalanum í heild styttist úr 8,9 dögum í 8,2 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráðadeildum sjúkrahússins þá styttist hann úr 5,1 dögum í 5,0 daga. Varðandi útselda þjónustu spítalans sagði Jóhannes forráðamenn spítalans telja þjóðhagslega hagkvæmt að auka hana. Mikilvægt væri að reyna að nýta afkastagetu tækja og þess mikla búnaðar sem á spítalanum væri eins mikið og mögulegt væri. Varðandi fyrirhugaðan frekari niðurskurð um 700 milljónir króna sagði Jóhannes, að vel hefði tekist til á þessu ári. Reynt yrði að ná frekari sparnaði, en ef ná ætti rekstrinum niður um aðrar 7 - 800 milljónir, eins og stjórnvöld hefðu lagt upp með á síðasta ári, þá kæmi það verulega niður í þjónustumagninu. "Starfsmenn eru að leggja meira á sig en áður," sagði hann "og sumstaðar er það á ystu mörkum."
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira