Innlent

Buðu upp á gerðardóm

Kennarar buðu samninganefnd sveitarfélaga að vísa kjaradeilu þeirra í gerðardóm en nefndin hafnaði tilboðinu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það ljóst að sveitarfélögin ráði ekki við að leysa deiluna þar sem þau taki engum útspilum kennara. "Þau virðast halda að þau geti haldið grunnskólakennurum í heljargreipum láglaunastefnu. Við vildum skoða þróun launa í grunn- og framhaldsskólum síðan sveitarfélögin tóku við grunnskólunum en því þorðu sveitarfélögin ekki." Eiríkur vildi lítið tjá sig um boðaðan fund forsætisráðherra í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×