Foreldrar meðal brennuvarga 26. desember 2004 00:01 Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira