Grunur um undanskot eigna 20. desember 2004 00:01 Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira