Innlent

Samstarfsverkefni sagt gleymt

Fjórðu önn verkefnisins lauk um helgina og ekki enn séð hvort um framhald verði að ræða á náms- og starfsendurhæfingu geðsjúkra, þar sem ekki hefur borist svar frá menntamálaráðuneytinu, sem þó hafði lofað svari varðandi fjármögnun fyrir 1. desember, að sögn forráðamanna verkefnisins. Málið sé búið að vera til meðferðar í rúma 15 mánuði hjá ráðuneytinu, án árangurs. "Ég vonaðist til að geta sagt nemendum og starfsfólki eitthvað við annarlok, en því var ekki að heilsa" sagði Helgi. "Við erum gleymd. Það var leiðinlegt að kveðja fólkið í þeirri óvissu sem ríkir um framhaldið." Um 90 einstaklingar hafa sótt um nám á vorönn. Helgi ítrekaði að enn og aftur stæðu nemendur og kennarar í óvissu og óöryggi um framtíð sína þrátt fyrir stjórnarskrárbundinn rétt hina fyrrnefndu til að geta sótt nám við hæfi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×